Fokk feðraveldið var eitt umtalaðasta kröfuskiltið í kvennaverkfallinu 24. október 2023. Ég komst sjálf ekki á Austurvöll þannig að ég bjó mér til bol til að gera skiltið ódauðlegt. Það hefur verið mikill áhugi á því að eignast svona bol og því er hægt að ná í PNG myndina hér fyrir neðan. Ef þú átt cricut græju eða sambærilegt tæki þá er lítið mál að henda henni í appið sem notast með henni og skera út úr vínyl.
Heimilt er að nota myndina til einkanota og/eða í gjafir. Það er með öllu óheimilt að hagnast á sölu hennar eða varningi með henni á. Ef þú vilt nota hana í viðskipta skini hafðu þá samband við mig með tölvupósti.
Ég vona að þú hafir gaman að og ef þú gerir þér bol eða smellir myndinni á tösku eða eitthvað annað þá máttu endilega deila mynd af því sem þú bjóst til og tagga mig á instagram: @vknuts
